Viðskipti erlent

Enginn vöxtur í Bandaríkjunum

Úr verksmiðju bandaríska bílaframleiðandans Ford.
Úr verksmiðju bandaríska bílaframleiðandans Ford. Mynd/AFP

Framleiðni stóð í stað í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er þvert á væntingar greiningaraðila, sem spáðu því að framleiðni myndi aukast um 1,1 prósent á tímabilinu. Þetta eru sögð fyrstu merki um að hægt hafi á efnahagslífinu vestanhafs.

Launakostnaður í framleiðsluiðnaði hefur á móti hækkað um 5,3 prósent frá sama tíma í fyrra og er þetta mesta hækkun á milli ára í 24 ár.

Talið er að þetta auki enn á að verðbólga aukist í Bandaríkjunum sem felur í sér líkur á stýrivaxtahækkun vestanhafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×