Kosið um fleira en þingsæti 3. nóvember 2006 10:53 Michael J Fox hvetur til að stofnfrumrannsóknir verði leyfðar Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Skattarnir Í flestum fylkjum fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem varða þeirra sameiginlegu sjóði. Í Kaliforníu er til að mynda spurt hvort auka eigi skatta á selda sígarettupakka og hvort hækka eigi álögur á olíufélögin. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir tóbaksfyrirtækin og olíufélögin en líka fyrir þá sem eiga að njóta teknanna. Aukatekjurnar af sígarettuskattinum eiga að fara í heilbrigðiskerfið og af olíuskattinum í þróun framtíðarorkugjafa. Eins og stendur eru jafn margir með og á móti sígarettuskattinum en ívið fleiri á móti olíuskattinum þrátt fyrir að Bill Clinton, Al Gore, Julia Roberts og fleiri frægir hafi gert sitt besta til að sannfæra kjósendur um ágæti hans. "Ríkið mun ekki leysa vandamál okkar, ríkið er vandamálið" sagði Kaliforníubúinn Ronald Reagan og endurspeglar vantrú hans á mikilvægi ríkisvaldsins að líkindum skoðun margra kjósenda. Peningarnir í buddunni Önnur skattaleg mál sem gjarnan er kosið um tengjast nýjum lánveitingum til að fjármagna ákveðin verkefni eða málaflokka eins og til dæmis menntun eða vegaframkvæmdir. Takmörkun á valdi stjórnvalda til að taka land eignarnámi er á kjörseðlum margra fylkja svo og hvort veita skuli eða afturkalla skattafslætti ýmissa atvinnugreina eða hópa. Þá er í sex fylkjum spurt hvort hækka eigi lágmarkslaun. Réttindi samkynhneigðraTuttugu fylki hafa þegar samþykkt bann við hjónaböndum samkynhneigðra og er málið á dagskrá í átta fylkjum til viðbótar nú. Í tveimur fylkjum, Suður-Dakóta og Wisconsin, er óvíst hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það þykir teljast til tíðinda vegna þess að annars staðar hefur slíkt bann verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í Colorado er útlit fyrir að hjónabandið verði skilgreint sem eining karls og konu en á atkvæðaseðlinum verður líka tillaga um að veita samkynhneigðum pörum lagaleg réttindi sem fylgja skráðri sambúð. Stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa fengið mikla athygli út á sjónvarpsauglýsingar leikarans Michaels J. Fox en það er einungis í Missouri sem þær eru á dagskrá. Þar er tillaga sem styður framgang stofnfrumurannsókna og aðgang íbúa að læknismeðferðum þeim tengdum. Fox hvetur kjósendur til að styðja Claire McCaskill frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar vegna stuðnings hennar við stofnfrumurannsóknir. Óljóst er hvort það muni gagnast henni. Fóstureyðingar og reykingarKjósendur í Suður-Dakóta fá tækifæri til að afturkalla bann við öllum fóstureyðingum sem fylkisþingið samþykkti í febrúar. Í tveimur fylkjum er kosið um hvort skylda beri heilbrigðisstarfsmennt til að upplýsa foreldra um fóstureyðinga stúlkna undir lögaldri. Íbúar þriggja fylkja fá tækifæri til að banna reykingar á opinberum stöðum og í Nevada er spurt hvort lögleiða eigi hófsamar maríjúanareykingar. Beint lýðræði á skáAlls konar athyglisverð mál eru á kjörseðlum margra fylkja, og slær Arizona metið með nítján tillögum. Þar er meðal annars spurt um tillögu til að auka kosningaþátttöku með því að draga út einn heppinn kjósenda á tveggja ára fresti og gefa honum milljón dollara. Í Massachusetts er spurt hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og í Oklahoma hvort banna eigi áfengissölu á kjördag. Eitt helsta deilumál í Michigan síðari ár er nú sett í hendur kjósenda, sem fá að ákveða hvort banna skuli dúfnaveiðar að nýju. Bandarískir kjósendur eiga þess kost að hafa áhrif á fjölmörg hagsmunamál innan fylkja, sveita og bæja en þegar kemur að alríkismálum er leiðin lengri að lýðræðinu og verða þeir þar að treysta á kjörna fulltrúa. Þingkosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Skattarnir Í flestum fylkjum fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem varða þeirra sameiginlegu sjóði. Í Kaliforníu er til að mynda spurt hvort auka eigi skatta á selda sígarettupakka og hvort hækka eigi álögur á olíufélögin. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir tóbaksfyrirtækin og olíufélögin en líka fyrir þá sem eiga að njóta teknanna. Aukatekjurnar af sígarettuskattinum eiga að fara í heilbrigðiskerfið og af olíuskattinum í þróun framtíðarorkugjafa. Eins og stendur eru jafn margir með og á móti sígarettuskattinum en ívið fleiri á móti olíuskattinum þrátt fyrir að Bill Clinton, Al Gore, Julia Roberts og fleiri frægir hafi gert sitt besta til að sannfæra kjósendur um ágæti hans. "Ríkið mun ekki leysa vandamál okkar, ríkið er vandamálið" sagði Kaliforníubúinn Ronald Reagan og endurspeglar vantrú hans á mikilvægi ríkisvaldsins að líkindum skoðun margra kjósenda. Peningarnir í buddunni Önnur skattaleg mál sem gjarnan er kosið um tengjast nýjum lánveitingum til að fjármagna ákveðin verkefni eða málaflokka eins og til dæmis menntun eða vegaframkvæmdir. Takmörkun á valdi stjórnvalda til að taka land eignarnámi er á kjörseðlum margra fylkja svo og hvort veita skuli eða afturkalla skattafslætti ýmissa atvinnugreina eða hópa. Þá er í sex fylkjum spurt hvort hækka eigi lágmarkslaun. Réttindi samkynhneigðraTuttugu fylki hafa þegar samþykkt bann við hjónaböndum samkynhneigðra og er málið á dagskrá í átta fylkjum til viðbótar nú. Í tveimur fylkjum, Suður-Dakóta og Wisconsin, er óvíst hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það þykir teljast til tíðinda vegna þess að annars staðar hefur slíkt bann verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í Colorado er útlit fyrir að hjónabandið verði skilgreint sem eining karls og konu en á atkvæðaseðlinum verður líka tillaga um að veita samkynhneigðum pörum lagaleg réttindi sem fylgja skráðri sambúð. Stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa fengið mikla athygli út á sjónvarpsauglýsingar leikarans Michaels J. Fox en það er einungis í Missouri sem þær eru á dagskrá. Þar er tillaga sem styður framgang stofnfrumurannsókna og aðgang íbúa að læknismeðferðum þeim tengdum. Fox hvetur kjósendur til að styðja Claire McCaskill frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar vegna stuðnings hennar við stofnfrumurannsóknir. Óljóst er hvort það muni gagnast henni. Fóstureyðingar og reykingarKjósendur í Suður-Dakóta fá tækifæri til að afturkalla bann við öllum fóstureyðingum sem fylkisþingið samþykkti í febrúar. Í tveimur fylkjum er kosið um hvort skylda beri heilbrigðisstarfsmennt til að upplýsa foreldra um fóstureyðinga stúlkna undir lögaldri. Íbúar þriggja fylkja fá tækifæri til að banna reykingar á opinberum stöðum og í Nevada er spurt hvort lögleiða eigi hófsamar maríjúanareykingar. Beint lýðræði á skáAlls konar athyglisverð mál eru á kjörseðlum margra fylkja, og slær Arizona metið með nítján tillögum. Þar er meðal annars spurt um tillögu til að auka kosningaþátttöku með því að draga út einn heppinn kjósenda á tveggja ára fresti og gefa honum milljón dollara. Í Massachusetts er spurt hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og í Oklahoma hvort banna eigi áfengissölu á kjördag. Eitt helsta deilumál í Michigan síðari ár er nú sett í hendur kjósenda, sem fá að ákveða hvort banna skuli dúfnaveiðar að nýju. Bandarískir kjósendur eiga þess kost að hafa áhrif á fjölmörg hagsmunamál innan fylkja, sveita og bæja en þegar kemur að alríkismálum er leiðin lengri að lýðræðinu og verða þeir þar að treysta á kjörna fulltrúa.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira