Innlent

Nýr yfirmaður skipulagsmála Reykjavíkur

Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsfræðingur, hefur verið ráðinn sviðsstjóri

Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Birgir Hlynur hefur verið skipulagsstjóri Kópavogsbæjar allar götur frá haustinu 1988. Hann hóf störf þann 6. október sl. Hann er landfræðingur og skipulagsfræðingur að mennt með masterspróf í byggða- og borgarskipulagi frá The University of Liverpool. Áður var hann deildarstjóri á borgarskipulagi Reykjavíkurborgar, 1985 til 1988.

Birgir Hlynur leysir af hólmi Salvöru Jónsdóttur. Undir sviðsstjóra heyra eftirtaldar deildir hjá borginni: Fjármál og rekstur, Lögfræði og stjórnýsla, Nýsköpun og þróun, Byggingarfulltrúi og Skipulagsfulltrúi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×