Innlent

Fjölmiðlafrumvarpi vísað til annarrar umræðu

MYND/Vísir

Fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra lauk á Alþingi um klukkan tvö í dag. Samþykkt var að vísa því til annarrar umræðu og menntamálanefndar með 32 samhljóða atkvæðum en 31 þingmaður var fjarstadddur.

Svo virðist sem þverpólitísk sátt sé um frumvarpið sem gerir meðal annars ráð fyrir því að einstaklingur eða fyrirtæki og skyldir aðilar megi ekki eiga meira en fjórðungseignarhlut í útvarpsstöð sem mælist með þriðjung í heildaráhorfi eða heildarhlustun íslenskra dagskrárstöðva í þrjá mánuði samfleytt. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir að útvarpstöðvar sem reka fréttastofu skuli setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×