Innlent

Þakklát fyrir björgunina

Ferðalangarnir, sem komust í hann krappan á Möðrudalsöræfum í gær þegar rúður brotnuðu í bíl þeirra í aftakaveðri, eru þakklátir bjargvættum sínum. Þeir segja lífsreynsluna hafa verið ógnvænlega en ógleymanlega.

Bretarnir þau, Carole Cullingham og Alexander Hilton, lentu heldur betur í óvenjulegri lífsreynslu á ferð sinni um Möðrudalsöræfi þegar aftakaveður gekk yfir landið í gær. Allar nema þrjár rúður í bílaleigubíl sem þau voru á brotnuðu undan grjóthríð.

Þau lögðu bílnum upp í vindinn reyndu að skíla sér og biðu átekta því það var lítið annað sem þau gátu gert. Þau höfðu mestar áhyggjur af því að geta ekki haldið á sér hita og að bíllinn myndi fjúka á hliðina. Þau er afar þakklát björgunarsveitarmönnum sem komu þeim til hjálpar því án þeirra hefðu hættan sem þau voru í orðið mun alvarlegri.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×