Innlent

Mikil spenna um annað og þriðja sætið

Björgvin G. Sigurðsson, Lúðvík Bergvinsson, Jón Gunnarsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Björgvin G. Sigurðsson, Lúðvík Bergvinsson, Jón Gunnarsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. MYND/Vísir

Aðeins munar átján atkvæðum á Róberti Marshall og Lúðvíki Bergvinssyni í þriðja stætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Búið er að telja tæpan helming atkvæða. Björgvin G. Sigurðsson er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu.

Róbert Marshall er með 929 atkvæði í 1.-3. sætið en Lúðvík Bergvinsson með 911 atkvæði. Ragnheiður Hergeirsdóttir er með 762 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 705 atkvæði í 1. -2. sætið. Björgvin G. Sigurðsson er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu með 855 atkvæði en næstur á eftir honum er Jón Gunnarsson með 589 atkvæði.

Lúðvík Bergvinsson er nú í 4. sæti með 1.116 atkvæði en næstur á eftur honum er Jón Gunnarsson með 865 atkvæði og vantar hann 251 atkvæði til að ná fjórða sætinu af Lúðvíki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×