Innlent

Lúðvík endaði í öðru sæti

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður, ræðir við Ragnheiði Hergeirsdóttur. Við hlið hennar er Lúðvík Bergvinsson og svo Jón Gunnarsson.
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður, ræðir við Ragnheiði Hergeirsdóttur. Við hlið hennar er Lúðvík Bergvinsson og svo Jón Gunnarsson. MYND/Vísir

Lokatölur hafa verið birtar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Gríðarleg spenna var um annað sætið en á endanum hafði Lúðvík Bergvinsson betur en Ragnheiður Hergeirsdóttir en aðeins munaði tuttugu og fimm atkvæðum á þeim.

Alls greiddu 5.149 einstaklingar atkvæði í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 5.021. Björgvin hlaut fyrsta sætið með 1.685 atkvæði í 1. sæti. Lúðvík Bergvinsson hlaut annað sætið með 1.523 atkvæði í 1.-2. sæti. Róbert Marhall hlaut 3. sætið með 1.926 atkvæði í 1.-3. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir hlaut 4. sætið með 2.160 atkvæði í 1.-4. sæti. Jón Gunnarsson lenti í 5. sæti með 1.928 atkvæði í 1.-5. sæti. Vegna reglna um kynjakvóta fer hann í sjötta sæti en Guðrún Erlingsdóttir fer í 5. sætið en hún hlaut 1.729 atkvæði í 1.- 6. sæti.

 

Jenný Þórkalta Magnúsdóttir hlaut 7. sætið með 1.379 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Jóhannesdóttir hlaut 8. sætið með 1.329 atkvæði í 1.-8. sæti. Lilja Samúelsdóttir hlaut 9. sætið með 1.310 atkvæði í 1.-9. sæti. Hlynur Sigmarsson hlaut 10. sætið með 1.194 atkvæði í 1.-10. sæti. Öndundur S. Björnsson hlaut 11. sætið með 1.134 atkvæði í 1.-11. sæti. Gylfi Þorkelsson hlaut 12. sætið með 941 atkvæði í 1.-12. sæti. Árni Rúnar Þorvaldsson hlaut 13. sætið með 716 atkvæði í 1.-13. sæti. Bergvin Oddsson hlaut 14. sætið með 711 atkvæði í 1.-14 sæti. Hörður Guðbrandsson hlaut 15. sætið með 681 atkvæði í 1.-15. sæti. Unnar Þór Böðvarsson hlaut 16. sætið með 553 atkvæði í 1.-16. sæti og Júlíus H. Einarsson hlaut 17. sætið með 423 atkvæði í 1.-17. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×