Viðskipti erlent

Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst

Úr þýsku kauphöllinni.
Úr þýsku kauphöllinni. Mynd/AFP

Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu.

Afkoman er talsvert yfir væntingum greiningaraðila sem spáðu 167,3 milljóna evra hagnaði eða 14,5 milljörðum íslenskra króna.

Þá námu tekjur kauphallarinnar 432 milljónum evra, 37,5 milljörðum íslenskra króna, sem er 3 prósenta hækkun á milli ára.

Greiningaraðilar segja hagnaðinn styrkja stöðu Deutsche Börse, sem hefur hug á að gera yfirtökutilboð í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×