Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum 7. nóvember 2006 12:12 Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum.„Verðbólgan hefur vissulega minnkað en hún er ennþá mikil og verður áfram og lengi enn ósamrýmanleg verðbólgumarkmiðum bankans og því verkefni sem honum er fyrirlagt að hafa fremst á sinni dagskrá. Spenna er ennþá mjög mikil í íslensku efnahags- og atvinnulífi og er nánast sama hvert litið er. Vinnumarkaðurinn er enn mjög þaninn og eftirspurn þar gríðarleg. Henni hefur á hinn bóginn verið mætt með miklum innflutningi vinnuafls og má hafa efasemdir um að sá hraði innflutningur sé endilega til góðs eða hollur landinu þegar til lengri tíma er horft, þótt hann auðveldi mönnum slaginn við verðbólguna í augnablikinu," sagði Davíð.Þá sagði hann útlánaaukningu bankakerfisins enn þá mjög mikla þótt vissulega hefði dregið úr mesta hraðanum, aukningin væri meiri en staðist fengi til lengri tíma og hætta væri á að nú, þegar bankakerfinu hefði tekist góðu heilli að fjármagna sig til næstu missera og ára, drægi úr aga þar á bæ og slakað yrði á klónni. Ýmis merki væru um það, til að mynda að fasteignamarkaður virtist vera að taka við sér á ný og væntingar einstaklinga og fyrirtækja væru ennþá mjög hátt stefndar.„Loks búum við nú við viðskiptahalla sem er meiri en þekktur er annars staðar á byggðu bóli. Og þótt spár standi vissulega til þess að úr þeim halla dragi á næsta ári, þá verður hann áfram mikill og kemur að skuldadögum. Hinn uppsafnaða halla þarf að fjármagna, sem verður til þess að þjóðarbúið verður mjög háð fjárfestum og lánveitendum á markaði og ekkert má út af bera. Íslenskt efnahagslíf er því berskjaldað fyrir höggum, sem snúið kann að vera að fást við," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum.„Verðbólgan hefur vissulega minnkað en hún er ennþá mikil og verður áfram og lengi enn ósamrýmanleg verðbólgumarkmiðum bankans og því verkefni sem honum er fyrirlagt að hafa fremst á sinni dagskrá. Spenna er ennþá mjög mikil í íslensku efnahags- og atvinnulífi og er nánast sama hvert litið er. Vinnumarkaðurinn er enn mjög þaninn og eftirspurn þar gríðarleg. Henni hefur á hinn bóginn verið mætt með miklum innflutningi vinnuafls og má hafa efasemdir um að sá hraði innflutningur sé endilega til góðs eða hollur landinu þegar til lengri tíma er horft, þótt hann auðveldi mönnum slaginn við verðbólguna í augnablikinu," sagði Davíð.Þá sagði hann útlánaaukningu bankakerfisins enn þá mjög mikla þótt vissulega hefði dregið úr mesta hraðanum, aukningin væri meiri en staðist fengi til lengri tíma og hætta væri á að nú, þegar bankakerfinu hefði tekist góðu heilli að fjármagna sig til næstu missera og ára, drægi úr aga þar á bæ og slakað yrði á klónni. Ýmis merki væru um það, til að mynda að fasteignamarkaður virtist vera að taka við sér á ný og væntingar einstaklinga og fyrirtækja væru ennþá mjög hátt stefndar.„Loks búum við nú við viðskiptahalla sem er meiri en þekktur er annars staðar á byggðu bóli. Og þótt spár standi vissulega til þess að úr þeim halla dragi á næsta ári, þá verður hann áfram mikill og kemur að skuldadögum. Hinn uppsafnaða halla þarf að fjármagna, sem verður til þess að þjóðarbúið verður mjög háð fjárfestum og lánveitendum á markaði og ekkert má út af bera. Íslenskt efnahagslíf er því berskjaldað fyrir höggum, sem snúið kann að vera að fást við," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira