Innlent

Hagnaður íslenskra lánastofnana yfir 136 milljarðar á síðasta ári

Hagnaður íslenskra lánastofnana nam samanlagt ríflega 136 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stofnanirnar sem birt var í dag.

Þar kemur fram að Viðskiptabankarnir fjórir, Glitnir, KB banki, Landsbankinn og Sparisjóðabanki Íslands högnuðust um rúma 97 milljarða, sparisjóðirnir um tæpa tíu milljarða og ýmis önnur lánafyrirtæki um rúma þrjátíu milljarða. Byggðastofnun tapaði mest allra lánastofnana á síðasta ári eða rúmum 270 milljónum króna. Heildareignir íslenskra lánastofnana í lok síðasta árs voru alls rúmlega 6.200 milljarðar og bókfært eigið fé rúmir 580 milljarðar. Á árslok voru starfandi fjórir viðskiptabankar, 24 sparisjóðir, 10 lánafyrirtæki, 7 verðbréfafyrirtæki og þrjár verðbréfamiðlanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×