Innlent

Segir hugmyndir um sameiningu góðar

Ari Edwald, forstjóri 365, segir að vel kunni að vera að eigendur fyrirtækisins og Skjás eins hafi rætt hugmyndir um sameiningu þó svo að engar formlegar viðræður hafi verið um málið - en hugmyndin sé góð. Hann hefur áhyggjur af óbreyttu RÚV frumvarpi.

Frestur til að skila inn tilboðum í sýningarrétt á enska boltanum rann út á hádegi í dag. Skjárinn og Sýn sem er í eigu 365 miðla skiluðu inn tilboðum sitt í hvoru lagi og segir forstjóri 365 engar formlega viðræður hafa verið um sameiningu félaganna. Þó sé hugmyndin góð því þannig væri hægt að lækka rekstarkostnað þeirra verulega. Á bloggsíðum hefur verið sagt að eigendur félaganna hafi átt í viðræðum um sameiningu. Ari segir vel geta verið að eigendurnir hafi stungið hugmyndum um sameiningu sín á milli.

Ari hefur áhyggjur af því að nýtt frumvarp um ríkisútvarpið fari óbreytt í gegnum þingið og þar á meðal sé hugmyndin um sameiningu góð. Nógu erfitt sé að keppa við ríkið í kaupum á efni þó Skjárinn og Sýn séu ekki að yfirbjóða hvert annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×