Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi við Ferjubakkann nú á ellefta tímanum. Búið er að slökkva eldinn og er verið að reykræsta. Tveir einstaklingar voru inni í íbúðinni þegar eldsins varð vart en ekki er vitað um líðan þeirra á þessari stundu.