Landspítalinn rifti einhliða samningi við Mæðraverndina 8. nóvember 2006 17:01 Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi. Fréttir Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira