Sport

Nýtt hesthúsahverfi og íþróttaaðstaða fyrir hestamenn

Á síðasta bæjarstjórnarfundi Garðabæjar var samþykkt nýtt skipulag á Kjóavöllum og verður nýtt skipulag kynnt á aðalfundi Andvara sem haldin verður 20. nóvember næstkomandi. Er þetta mikil stækkun á félagssvæði Andvara og Gustara, en á nýju sameiginlegu hesthúsasvæði Andvara og Gusts verður frábær aðstaða fyrir hestamenn, hvort sem það eru keppnismenn, útreiðarmenn eða börn og unglingar.

Eftirfarandi bókun var gerð á 15 fundi bæjarstjórnar í Garðabæ.

7. Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016, Kjóavellir -

hesthúsasvæði og tillögur um breytingu á svæðisskipulagi vatnsverndar og

svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Stefán Konráðsson, gerði grein fyrir tillögum skipulagsnefndar varðandi

breytingu á svæðisskipulagi vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins, svæðisskipulagi

Garðabæjar og tillögu um að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar til

samræmis við tillögu um að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir sameiginlega

hesthúsabyggð Garðabæjar og Kópavogs á Kjóavöllum og á Heimsenda.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur skipulagsnefndar um breytingu á

svæðisskipulagi vatnsverndar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og tillögu

um að auglýsa og kynna sameiginlega breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi

hesthúsabyggðar við Kjóavelli og á Heimsenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×