Tónlist

Sufjan Stevens missir ekki af Sykurmolunum

Flýtir tónleikum sínum til að missa ekki af Sykurmolunum.
Flýtir tónleikum sínum til að missa ekki af Sykurmolunum.

Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni þann 17. og 18. nóvember, vill alls ekki missa af afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll 17. nóvember - enda bandið að koma saman í þetta eina skipti í tilefni af 20 ára afmæli sínu. Sama er að segja um allt fylgdarlið hans, umboðsmann og útgefendur. Því er ákveðið að flýta tónleikunum um einn og hálfan tíma.

Í ljósi þessa, og að margir sem höfðu keypt miða á tónleikana höfðu lýst yfir óánægju með að missa af Sykurmolunum, hefur Grímur Atlason sem skipuleggur tónleika Sufjans Stevens ákveðið að flýta tónleikum hans í Fríkirkjunni um einn og hálfan tíma.

Sufjan þarf því ekki að missa af endurkomu Sykurmolanna og fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar í 14 ár.

Tónleikar Sufjan Stevens í Fríkirkjunni hefjast semsagt kl. 18:30 (en ekki 20:00). Húsið opnar kl. 18:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×