Innlent

Forseti íslands ávarpar ráðstefnu Special Olympics

MYND/Hrönn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á morgun flytja ávarp á ráðstefnu í New York á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um málefni Special Olympics og fyrirhugaða heimsleika samtakanna í Shanghai í Kína haustið 2007.

Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, að Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verði meðal þátttakenda í ráðstefnunni auk fulltrúa kínverskra stjórnvalda og skipuleggjenda leikanna. Þá mun forseti Íslands sitja stjórnarfund Special Olympics samtakanna mánudaginn 13. nóvember og þriðjudaginn 14. nóvember en hann hefur undanfarin ár átt sæti í stjórninni og tekið virkan þátt í störfum hennar. Búist er við að um 7000 keppendur sæki leikana í Shanghai í október á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×