Stórleikur Oberto tryggði San Antonio sigur 9. nóvember 2006 14:53 Brent Barry fagnar hér félaga sínum Fabricio Oberto hjá San Antonio í nótt eftir að liðið tryggði sér nauman sigur á Phoenix í framlengingu NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Fabricio Oberto átti stórleik í nótt þegar San Antonio lagði Phoenix 111-106 eftir framlengdan leik í San Antonio. Oberto skoraði 22 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr öllum 11 skotum sínum í leiknum. Dallas er enn án sigurs eftir tap gegn LA Clippers. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio í sigrinum á Phoenix og skoraði 29 stig, Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en það var fyrst og fremst stórleikur Argentínumannsins sem tryggði heimamönnum sigur. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 20 stig og 11 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði 16 stig á aðeins 15 mínútum í sínum fyrsta leik í byrjunarliði, en lenti strax í villuvandræðum. Dallas, sem fór alla leið í úrslitin á síðustu leiktíð, tapaði fjórða leik sínum í röð í upphafi leiktíðar í nótt þegar liðið lá fyrir LA Clippers 103-85. Jason Terry skoraði 23 stig fyrir Dallas en Cuttino Mobley var atkvæðamestur í liði Clippers með 28 stig. Hedo Turkuglu var hetja Orlando þegar flautukarfa hans tryggði liðinu nauman heimasigur á Seattle 88-87. Turkuglu skoraði 18 stig líkt og Jameer Nelson hjá Orlando - en Ray Allen setti 21 stig fyrir Seattle. Gilbert Arenas fór hamförum þegar Washington lagði Indiana 117-91. Arenas skoraði 40 stig fyrir Washington, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Indiana. Philadelphia tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá gegn Toronto 106-104. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 14 fráköst hjá Toronto og tryggði sigurinn með sjaldgæfri þriggja stiga körfu undir lokin. Boston vann fyrsta leik sinn á tímabilinu þegar liðið skellti Charlotte á heimavelli 110-108. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 35 stig hvor hjá Boston en Emeka Okafor skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst hjá Charlotte. Utah tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar liðið lá 96-89 á útivelli gegn New Jersey. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst þrátt fyrir meiðsli, en Carlos Boozer og Derek Fisher skoruðu 15 hvor fyrir Utah. Houston lagði Milwaukee 97-93 þar sem Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Michael Redd skoraði 34 stig fyrir Milwaukee. New York vann ævintýralegan útisigur á Denver 109-107 þar sem Jamal Crawford tryggði New York sigurinn með þristi í lokin og var stigahæstur með 35 stig og 7 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 37 stig fyrir Denver sem hefur enn ekki unnið leik og fékk þær fréttir að framherjinn Kenyon Martin þurfi enn í hnéuppskurð og spilar væntanlega ekki mikið meira á tímabilinu. Portland vann sannfærandi sigur á LA Lakers 101-90 þar sem Zach Randolph fór á kostum og skoraði 36 stig og hirti 10 fráköst hjá Portland, en Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers. Loks vann Sacramento 99-86 sigur á Detroit á heimavelli sínum þar sem Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit en Kevin Martin var með 30 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Argentínumaðurinn Fabricio Oberto átti stórleik í nótt þegar San Antonio lagði Phoenix 111-106 eftir framlengdan leik í San Antonio. Oberto skoraði 22 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr öllum 11 skotum sínum í leiknum. Dallas er enn án sigurs eftir tap gegn LA Clippers. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio í sigrinum á Phoenix og skoraði 29 stig, Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en það var fyrst og fremst stórleikur Argentínumannsins sem tryggði heimamönnum sigur. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 20 stig og 11 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði 16 stig á aðeins 15 mínútum í sínum fyrsta leik í byrjunarliði, en lenti strax í villuvandræðum. Dallas, sem fór alla leið í úrslitin á síðustu leiktíð, tapaði fjórða leik sínum í röð í upphafi leiktíðar í nótt þegar liðið lá fyrir LA Clippers 103-85. Jason Terry skoraði 23 stig fyrir Dallas en Cuttino Mobley var atkvæðamestur í liði Clippers með 28 stig. Hedo Turkuglu var hetja Orlando þegar flautukarfa hans tryggði liðinu nauman heimasigur á Seattle 88-87. Turkuglu skoraði 18 stig líkt og Jameer Nelson hjá Orlando - en Ray Allen setti 21 stig fyrir Seattle. Gilbert Arenas fór hamförum þegar Washington lagði Indiana 117-91. Arenas skoraði 40 stig fyrir Washington, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Indiana. Philadelphia tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá gegn Toronto 106-104. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 14 fráköst hjá Toronto og tryggði sigurinn með sjaldgæfri þriggja stiga körfu undir lokin. Boston vann fyrsta leik sinn á tímabilinu þegar liðið skellti Charlotte á heimavelli 110-108. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 35 stig hvor hjá Boston en Emeka Okafor skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst hjá Charlotte. Utah tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar liðið lá 96-89 á útivelli gegn New Jersey. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst þrátt fyrir meiðsli, en Carlos Boozer og Derek Fisher skoruðu 15 hvor fyrir Utah. Houston lagði Milwaukee 97-93 þar sem Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Michael Redd skoraði 34 stig fyrir Milwaukee. New York vann ævintýralegan útisigur á Denver 109-107 þar sem Jamal Crawford tryggði New York sigurinn með þristi í lokin og var stigahæstur með 35 stig og 7 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 37 stig fyrir Denver sem hefur enn ekki unnið leik og fékk þær fréttir að framherjinn Kenyon Martin þurfi enn í hnéuppskurð og spilar væntanlega ekki mikið meira á tímabilinu. Portland vann sannfærandi sigur á LA Lakers 101-90 þar sem Zach Randolph fór á kostum og skoraði 36 stig og hirti 10 fráköst hjá Portland, en Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers. Loks vann Sacramento 99-86 sigur á Detroit á heimavelli sínum þar sem Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit en Kevin Martin var með 30 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira