Körfubolti

Kenyon Martin þarf í uppskurð

Kenyon Martin verður væntanlega frá keppni fram á vorið eftir að í ljós kom að hann þarf í uppskurð á hné
Kenyon Martin verður væntanlega frá keppni fram á vorið eftir að í ljós kom að hann þarf í uppskurð á hné NordicPhotos/GettyImages

Meiðslavandræði Denver Nuggets í NBA deildinni virðast engan endi ætla að taka og í gær kom í ljós að framherjinn Kenyon Martin þarf enn og aftur í uppskurð á hné og óvíst er hvenær hann getur snúið aftur til keppni. Martin fór í uppskurð á vinstra hné fyrir rúmu ári, en að þessu sinni er það hægra hnéð sem gaf sig.

"Ég er svo langt niðri núna að ég kem því ekki í orð. Ég mun ekki missa af allri leiktíðinni, en ég veit ekkert hvað það tekur mig langan tíma að jafna mig. Ég trúi ekki að þetta sé að koma fyrir mig, því ég var búinn að æfa eins og óður maður á undirbúningstímabilinu og var loksins kominn í mitt besta form eftir hina aðgerðina," sagði Martin eyðilagður í gærkvöldi, en hann hafði fyrr um daginn verið að tala við blaðamenn um það hvað vinstra hnéð væri komið í gott lag.

Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir Denver sem fyrirfram var talið sigurstranglegasta liðið í Norðvesturriðlinum í NBA, en liðið er engu að síður vant því að spila án Martin þar sem hann var mikið meiddur á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×