Viðskipti innlent

Hagnaður Actavis 715 milljónir króna

Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis.

Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis dróst nokkuð saman á þriðja fjórðungi ársins samanborið við síðast ár. Helsta ástæðan er kostnaður vegna yfirtökuferlis í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Hagnaður Actavis nam 8,2 milljónum evra eða tæpar 715 milljónir króna samanborið við 23,3 milljónir evra, jafnvirði 2 milljarða króna.

Tekjur Actavis tvöfölduðust á sama tímabili á milli ára. Þær námu 160,9 milljónum evra eða rúmum 14 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi í fyrra en námu nú 323,8 milljónum evra. Það jafngildir rúmlega 28,2 milljörðum króna. Ástæðan er góð afkoma félagsins á mörkuðum í Mið- og Austur- Evrópu á tímabilinu.

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir afkomuna í samræmi við spár félagsins.

Tilkynning Actavis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×