Erlent

Kjörsókn í bandarísku þingkosningunum ekki verið meiri síðan 1982

Kona íhugar atkvæði sitt í þingkosningunum á þriðjudaginn var.
Kona íhugar atkvæði sitt í þingkosningunum á þriðjudaginn var. MYND/AP

Talið er að um 83 milljónir, eða um 40,4% kjósenda, hafi kosið í þingkosningum í Bandaríkjunum þann 7. nóvemeber síðastliðinn. Þetta er aukning frá þingkosningunum 2002 en þá kusu um 39,7% kjósenda.

Ef þetta er rétt er þetta mesta kjörsókn í þingkosningum í Bandaríkjunum síðan 1982. Aukningin er þó misjöfn eftir fylkjum og hafa aðeins 21 fylki tilkynnt um aukna kjörsókn. Fleiri demókratar en repúblikanar nýttu sér kosningarétt sinn í nær öllum fylkjum Bandaríkjanna en það var aðeins í suðurríkjunum sem repúblikanar fjölmenntu á kjörstaði. Þeir sem stóðu að könnunni sögðu að þetta sýndi að demókratar hafi stóraukið áhrif sín í fylkjum þar sem repúblikanar réðu venjulega ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×