Erlent

Réttindi samkynhneigðra aukin í Mexíkóborg

Mót- og meðmælendur nýju laganna fyrir utan þinghúsið í dag.
Mót- og meðmælendur nýju laganna fyrir utan þinghúsið í dag. MYND/AP

Þingið í Mexíkóborg lögleiddi í dag borgaralega hjónavígslu samkynhneigðra. Í Mexíkó er næstmesti fjöldi kaþólikka og mómæltu margir þessum nýju lögum.

Þingið, sem vinstri hreyfingar ráða yfir, samþykkti tillöguna með yfirgnæfandi meirihluta, eða 43 atkvæði gegn 17. Fyrirmyndin að þessari lagasetningu kemur frá Frakklandi og koma á fót einkaeignarétt, lífeyri, erfðum og umgengnisrétti fyrir samkynhneigða. Hinsvegar mega þeir ekki gifta sig í kirkju eða ættleiða börn.

Mótmælendur fyrir utan þinghúsið létu ókvæðisorð dynja á hópum samkynhneigðra sem fögnuðu ákvörðununni mikið. Kaþólska kirkjan í Mexíkó hefur fordæmt borgaralega gitingu samkynhneigðra og eru um 90% landsmanna kaþólskir. Aðeins eru fleiri kaþólikkar í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×