Erlent

Fyrsta ríkisstjórn Svartfjallalands staðfest

Þing Svartfjallalands staðfesti í dag fyrstu ríkisstjórn þessa nýlega sjálfstæða ríkis. Forsætisráðherra er Zeljko Sturanovic og sagði hann að forgangsverkefni stjórnar sinnar yrði að bæta lífskjörin í landinu og fá aðild að Evrópusambandinu og NATO.

Svartfjallaland tilheyrði gömlu Júgóslavíu, og á landamæri að Serbíu. Landið slapp þó að mestu við hörmungar stríðanna á Balkanskaga.

Á þinginu þar sitja þjóðernissinnaðir Serba, sem höfðu tafið staðfestingu ríkissjórnarinnar með málþófi frá því á miðvikudag. Ísland undirritaði nýlega samstarfssamning við Svartfjallaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×