Menning

Ég er ekki dramadrottning

Hjá Máli og menningu er komin út Ég er ekki dramadrottning eftir Sif Sigmarsdóttur.

Þegar Emblu er tilkynnt að fjölskyldan ætli að flytja til Lundúna, þar sem kærasti mömmu hennar er að fara í meistaranám í peningum, ákveður hún að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir það.

Hún vill ekki yfirgefa líf sitt í Reykjavík, vinkonurnar og síðast en ekki síst ... GK (fullu nafni Gangandi Kynþokki). En það er enginn barnaleikur að vera unglingur og ætla að snúa á hina fullorðnu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×