Viðskipti innlent

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar minnkar um 82 prósent

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dróst saman um 82 prósent á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 87 milljónum króna en nam 480 milljónum króna á sama tíma fyrir ári.

Í tilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að heildartekjur hafi numið tæpum 4,5 milljörðum króna sem er 25,7 prósenta aukning á milli ára. Tekjur fiskvinnsluhluta jukust um 50,4 prósent en tekjur útgerðarhlutans jukust um 15,5 prósent. Rekstrargjöld jukust um 15,6 prósent á milli ára.

 

Framlegð félagsins (hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) var sú hæsta síðastliðin fimm ár. Hún nam tæpum 1,2 milljörðum króna og jókst um 66,6 prósent á milli ára. 

Eigið fé Vinnslustöðvarinnar lækkaði frá áramótum um 328 milljónir króna. Lækkun eigin fjár stafar fyrst og fremst af útgreiðslu arðs sem nam 445 milljónum króna, að því segir í tilkynningunni.

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=35993">Tilkynning Vinnslustöðvarinnar</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×