Viðskipti innlent

Hlutafjáraukning hafin í Kaupþingi

Útboð er hafið á nýjum hlutum í Kaupþingi til alþjóðlegra stofnfjárfesta. Hlutirnir jafngilda 10 prósentum af þegar útgefnu hlutafé í bankanum.

Í tilkynningu frá Kaupþingi segir að verðlagning hlutanna sem boðnir verða í útboðinu verður ákveðin með hliðsjón af undirtektum í áskriftarsöfnun (e. book-building) en gert er ráð fyrir að verðlagningin fari fram þann 21. nóvember næstkomandi eða um það leyti. Jafnframt mun verðlagning hlutanna taka mið af lokaverði hluta í Kaupþingi banka í Kauphöll Íslands og Kauphöllinni í Stokkhólmi sama dag.

Hlutir í Kaupþingi banka eru skráðir á aðallista Kauphallar Íslands og hinum norræna lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi. Nýju hlutirnir verða skráðir á sömu listum í sömu kauphöllum.

Þá verður söluverð hlutafjárins, að frádregnum kostnaði við útboðið, nýtt í almennan rekstur bankans, til að styrkja eiginfjárgrunn hans og til að styðja við frekari vöxt í starfsemi bankans.

Tilkynning Kaupþing






Fleiri fréttir

Sjá meira


×