Innlent

180 milljónir í verkefni í Malaví

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur ákveðið að leggja 180 milljónir króna til umfangsmikils vatns- og hreinlætisverkefnis í suðurhluta Malaví. Verkefnið er til fjögurra ára og unnið í samvinnu við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnina á Monkey Bay-svæðinu - en þar verður verkið unnið.

Boraðar verða 100 nýjar borholur í jafn mörgum þorpum á svæðinu, 50 til viðbótar endurbættar og verndun vatnsbóla tryggð. Þar með er talið að hægt verði að fækka dauðsföllum í héraðinu sem rekja má til heilsuspillandi drykkjarvatns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×