Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála 13. nóvember 2006 18:25 Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann." Fréttir Innlent Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sjá meira
Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann."
Fréttir Innlent Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sjá meira