Innlent

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar afhent í þriðja sinn

Við afhendingu verðlaunanna í dag.
Við afhendingu verðlaunanna í dag. MYND/SAF

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent í þriðja skipti við athöfn á Hótel Holti í dag, miðvikudaginn 15. nóvember. Landnámssetur Íslands hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og eru til þess fallnar að efla ferðaþjónustu utan hins hefðbundna tímabils.

Í tengslum við safnið er unnið með sögu landsins með leiksýningum, sögumönnum, námskeiðum og hlöðnum vörðum á helstu sögustöðum Egilssögu víðar á svæðinu. Tækni er vel nýtt á sýningunum. m.a.með leiðsögn með lófatölvum. Hið nýja Landnámssetur hefur því átt stóran þátt í því að verða mikilsvægur þáttur í því að efla menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×