Innlent

SUS ályktar um Árna Johnsen

Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. MYND/Vilhelm
Ályktunin er svohljóðandi:

Að gefnu tilefni gerir stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna þá kröfu til Árna Johnsen sem hugsanlegs þingmanns Sjálfstæðisflokksins að hann sýni auðmýkt þegar hann ræðir um þau brot sem hann var sakfelldur fyrir í starfi sínu sem þingmaður. Háttsemi sú sem Árni var dæmdur fyrir var ekki „tæknileg mistök" heldur alvarleg og mjög ámælisverð afbrot.

Þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafa nú veitt Árna Johnsen annað tækifæri til að sýna að hann geti staðið undir því trausti sem kjósendur sýna kjörnum fulltrúum. Fyrsta skrefið í að endurvinna traust flokksmanna og almennings í landinu er að iðrast fyrri mistaka af einlægni og koma fram af auðmýkt og virðingu.

Ef Árni Johnsen tekur sæti á Alþingi munu fjölmiðlar og aðrir fylgjast vandlega með störfum hans þar. Ætla má að embættisstörf hans verði í meira mæli undir smásjánni en gildir um aðra þingmenn. Standi Árni Johnsen undir þeim auknu kröfum sem til hans verða gerðar hefur hann nýtt tækifærið og lagt grunninn að því að endurheimta það traust sem hann glataði við áðurnefnd afbrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×