Mosley segir of mörg mót í Evrópu 16. nóvember 2006 18:01 Max Mosley NordicPhotos/GettyImages Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni. "Það eru enn of mörg mót í Evrópu og ef við skoðum til að mynda Ólympíuleikana - hefur yfir helmingur þeirra farið fram í Evrópu og það er ekki sanngjarnt. Ef við skoðum keppnishald í Formúlu 1, er hlutfallið enn hagstæðara Evrópu og það á ekki að vera þannig, þar sem markaðurinn er sífellt að stækka utan Evrópu í löndum eins og Indlandi, Kína, Rússlandi og Mið- og suður Ameríku. Tveimur mótum hefur þegar verið frestað í Evrópu á næsta keppnistímabili, en það eru keppnirnar á Nurburgring í Þýskalandi og Imola í San Marino. 17 keppnir fara fram á næsta tímabili eftir að 18 mót voru á dagskrá í ár og metfjöldi móta var árið þar á undan - 19 talsins. 9 af þessum mótum voru haldin í Evrópu, ef keppnin í Istanbul í Tyrklandi er talin með. "Við viljum gjarnan sjá aðra keppni í Norður-Ameríku en ef fleiri mót verða ekki lögð niður í Evrópu, þurfum við líklega að fjölga í 20 mót á tímabilinu," sagði Mosley, en Bernie Ecclestone hefur þegar lýst því yfir að líklegt verði að keppt verði í Suður-Kóreu fljótlega - jafnvel strax árið 2010. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni. "Það eru enn of mörg mót í Evrópu og ef við skoðum til að mynda Ólympíuleikana - hefur yfir helmingur þeirra farið fram í Evrópu og það er ekki sanngjarnt. Ef við skoðum keppnishald í Formúlu 1, er hlutfallið enn hagstæðara Evrópu og það á ekki að vera þannig, þar sem markaðurinn er sífellt að stækka utan Evrópu í löndum eins og Indlandi, Kína, Rússlandi og Mið- og suður Ameríku. Tveimur mótum hefur þegar verið frestað í Evrópu á næsta keppnistímabili, en það eru keppnirnar á Nurburgring í Þýskalandi og Imola í San Marino. 17 keppnir fara fram á næsta tímabili eftir að 18 mót voru á dagskrá í ár og metfjöldi móta var árið þar á undan - 19 talsins. 9 af þessum mótum voru haldin í Evrópu, ef keppnin í Istanbul í Tyrklandi er talin með. "Við viljum gjarnan sjá aðra keppni í Norður-Ameríku en ef fleiri mót verða ekki lögð niður í Evrópu, þurfum við líklega að fjölga í 20 mót á tímabilinu," sagði Mosley, en Bernie Ecclestone hefur þegar lýst því yfir að líklegt verði að keppt verði í Suður-Kóreu fljótlega - jafnvel strax árið 2010.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira