Innlent

Verktakar vilja strangari reglur

Talsmenn verktaka segja mikilvægt að allir viðurkenni að ekki hafi verið staðið nógu vel að öryggismálum í tengslum við vegaframkvæmdir. Þeir lýsa sig tilbúna til að gera betur í öryggismálum en segja að fleiri aðilar verði að koma að málum og menn verði að sætta sig við aukinn kostnað vegna öryggismála.

Verktökum sárnaði orð Sturlu Böðvarsson í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði slæmar merkingar við vegaframkvæmdir alfarið á ábyrgð verktakanna. Í félaginu Mannvirki sem er undir Samtökum iðnaðarins eru helstu verktakar landsins og hafa þeir fundað um málið. Þeir segja að fyrsta skrefið sé að viðurkenna að vanbúið sé að öryggismálum og það eru þeir tilbúnir að gera. Þeir kalla eftir strangari og skýrari reglum frá yfirvöldum. Árni Jóhannesson, hjá Samtökum atvinnulífsins, segir mikilvægt að betri farvegur sé fundinn í stað þess leita blóraböggla.

Þá er þáttur vegfaranda stór og segir Árni mikið hafa borið á því að vegfarendur fari ekki eftir þeim merkingum sem þó eru til staðar og lækki til dæmis ekki hraðan eins skilti segi til um. Og það má læra af löndunum í kringum okkur.

Árni segir mikilvægt að verkkaupar geri sitt því aukið öryggi kostar peninga. Algengt er að dýrar merkingar séu nánast einnota því þær skemmist þegar ekið er á þær, sem því miður er oft raunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×