Körfubolti

Keflvíkingar töpuðu fyrir Dnipro

Keflvíkingar hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni
Keflvíkingar hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni Mynd/Daníel Rúnarsson
Keflvíkingar töpuðu fyrir úkraínska liðinu BC Dnipro í öðrum leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta í Keflavík í kvöld 96-97. Leikurinn var í járnum á lokamínútunum, en sterkt lið gestanna reyndist Keflvíkingum of stór biti til að kyngja. Thomas Soltau skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Keflvíkinga og Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×