Körfubolti

Utah heldur sínu striki

Carlos Boozer fer hér framhjá einum leikmanna Seattle í leik liðanna í nótt.
Carlos Boozer fer hér framhjá einum leikmanna Seattle í leik liðanna í nótt. Getty Images

Utah Jazz hélt áfram á sigurbraut sinni í NBA-deildinni og í nótt sigraði liðið Seattle á útivelli, 118-109. Utah er með besta vinningshlutfallið í deildinni; hefur unnið átta af níu leikjum sínum.

Deron Williams átti frábæran leik fyrir Utah og skoraði 27 stig en hjá Seattle var Ray Allen stigahæstur með 32 stig.

Meistarar Miami voru steinrunnir í leik sínum gegn New York án Shaquille O´neal í nótt og steinláu, 100-76, á heimavelli sínum. Shaq er meiddur og þarf í aðgerð og við fyrstu sýn virðist sem að það bíði Miami erfiðar vikur í fjarveru miðherja síns.

Kobe Bryant átti mjög góðan alhliða leik fyrir LA Lakers gegn Toronto í nótt. Bryant var með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 107-100 sigri. Bryant hefur nú skorað 17 þúsund stig í NBA-deildinni og er hann sá yngsti í sögunni sem nær þeim áfanga, 28 ára og 86 daga gamall.

San Antonio vann Chicago auðveldlega á heimavelli, 100-83 og þá eru erkifjendurnir í Dallas að ná sér á strik og í nótt lagði liðið Memphis, 155-103. Detroit vann Washington 100-91 og New Jersey hafði betur í Indiana, 100-91. Þá fór LeBron James fyrir Cleveland í 92-76 sigri á Minnesota. James skoraði 37 stig og gaf sex stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×