Innlent

Selur í smábátahöfninni í Reykjavík

Selurinn í smábátahöfninni í Reykjavík.
Selurinn í smábátahöfninni í Reykjavík. MYND/ÓliC.

Þeir sem leið hafa átt um smábátahöfnina við Elliðavog í Reykjavík í dag hafa margir hverjir séð nokkuð óvenjulega sjón. Þar hefur selur hafst við á ísbreiðu inni í höfninni. Selurinn er hinn rólegasti og kippir sér ekki upp við athygli vegfarenda.

Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er ekki óalgengt að selir komi að landi í byggð. Hann muni að öllum líkindum synda fljótlega til hafs á vit ættingja og vina, sem eru í stórum hópum á Faxaflóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×