Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Visa International segir upp

Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir uppsögn Rodrigues í samræmi við orð sem hann lét falla fyrir mánuði, þess efnis að hann muni ekki fylgja fyrirtækinu þegar það verði skráð á markað á næstu 12 til 18 mánuðum.

Stjórn Visa International segir að hlutafjárútboðið sé liður í hagræðingarferli félagsins sem geri því kleift að víkka enn frekar við starfsemi sína utan Evrópu.

Þá hefur BBC eftir talsmanni Visa International, að Rodrigues ætli að flytja til heimahaga í Bretlandi og einbeita sér að ferðaþjónustu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×