Innlent

Draga á úr kolmunaveiðum

MYND/Vísir

Samkomulag tókst milli allra aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar um að draga úr kolmunaveiðum á ársfundi nefndarinnar sem lauk í dag.

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að á síðasta ári hafi náðst samkomulag milli strandríkja um stjórn veiðanna, sem bundið hafi enda á stjórnlausar ofveiðar fyrri ára, en Rússar stóðu utan þess. Á ársfundinum nú náðu strandríkin samkomulagi við Rússa. Ákveðið var að heimila veiði á rúmlega 1,8 milljónum tonn af kolmunna á árinu 2007, þar sem aðilar strandríkjasamkomulagsins veiða allt að 1,7 milljónum tonna í samræmi við niðurstöðu strandríkjafundar í Þórshöfn í Færeyjum í síðasta mánuði, Rússland allt að 137.000 tonn og Grænland allt að 10.000 tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×