Viðskipti innlent

SP-Fjármögnun - Eignarhaldsfélagið kaupir ráðandi hlut í Verði

Eignarhaldsfélagið ehf. keypti í dag 98% hlutafjár í Verði Íslandstryggingu hf. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins um að kaupendur fari með ráðandi hlut í félaginu.

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að eignarhaldsfélaginu ehf. standa SP- Fjármögnun sem er með 49% hlut, Landsbanki Íslands með 26% og Sparisjóður vélstjóra með fjórðungshlut.

Vörður Íslandstrygging mun starfa áfram  undir eigin vörumerki en áhersla verður lögð á að auka þjónustu félagsins. Nýir eigendur hyggjast byggja á þeim góða grunni sem fyrir en sjá meðal annars tækifæri til að efla félagið með því að nýta þær dreifileiðir sem opnast með breyttu eignarhaldi.

Vörður Íslandstrygging varð til í upphafi árs 2005 við sameiningu tveggja tryggingarfélaga, Varðar og Íslandstryggingar. Vörður var stofnað árið 1926, þá undir nafninu Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar en nafni þess var breytt árið 1996. Íslandstrygging var stofnuð árið 2002 og lagði félagið áherslu á að þjóna fyrirtækjum og einstaklingum.

Samhliða kaupum Eignarhaldsfélagsins á ráðandi hlut í Verði Íslandstryggingu mun Guðmundur Jóh. Jónsson verða ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Hann gegnir nú starfi forstöðumanns útlánasviðs SP-Fjármögnunar.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf. var ráðgjafi Eignarhaldsfélagsins ehf. í tengslum við kaupin.

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=36054">Tilkynning til Kauphallar Íslands</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×