Viðskipti innlent

Moody’s staðfestir skuldabréfaútgáfu ríkissóðs

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða

Lánshæfisfyrirtækið Moody's hefur gefið út lánshæfiseinkunn Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára að fjárhæð 1 milljarður evra eða 90,80 milljarða íslenskar krónur. Horfur fyrir lánshæfismatið eru stöðugar.

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að lánshæfiseinkunn nýju skuldabréfaútgáfunnar sé sú sama og er í gildi fyrir ríkissjóð Íslands, þ.e. Aaa fyrir skuldbindingar í innlendri og erlendri mynt.

Tilkynning frá Kauphöll Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×