Sport

Kunnátta í frumtamningum ekki aðeins fyrir tamningafólk

Það er mikils virði fyrir alla sem koma að hrossarækt, að vera vel að sér í öllu er viðkemur faginu. Að skilja viðfangsefnið til fullnustu, og gera sér grein fyrir því hvers vænta má. Þegar að hrossaræktandi eða hesteigandi sendir tryppi í tamningu þyrfti viðkomandi að geta gert sér grein fyrir því hvaða efniviður er í viðfangsefninu, og hvaða leið þarf að fara.

Oft er sagt að verðmætasti eiginleiki góðs tamningamanns sé þolinmæði, og í dag hlýtur skipulag í vinnubrögðum einnig að skipa háan sess. Það er einnig gott fyrir tamningamanninn að vita til þess að viðskiptavinurinn er vel að sér í fræðunum. Það þýðir einfaldlega að hann gerir sér grein fyrir því ferli sem góð tamning er, og hefur þolinmæði til þess að bíða þann tíma sem það tekur trippið að byrja að blómstra.

Ef tamningarnar eru unnar um of í flýti, og ekki nostrað nægjanlega við grunninn, verða til vandamál sem seinna verður ekki einfalt að breyta. Við viljum með þessum orðum hvetja alla þá sem rækta og eða temja hross að koma í Ölfushöllina að Ingólfshvoli næsta Laugardag, og taka þátt í dagslöngu námskeiði um Fortamningar og Frumtamningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×