Wagner í Háskólabíói 22. nóvember 2006 10:02 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Háskólabíói fimmtudaginn 23. nóvember óperutónlist eftir Richard Wagner ásamt fjórum einsöngvurum og kór. Á efnisskránni eru forleikurinnn að Tristan og Isolde og 3. þáttur óperunnar Parsifal, hins margslungna verks sem var aldarfjórðung í smíðum hjá höfundi. Það er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska óperuunnendur að lokaþáttur þessarar mögnuðu óperu skuli nú heyrast á íslensku tónleikasviði í fyrsta sinn. Ekki síður er það það fagnaðarefni að fá Kristinn Sigmundsson á svið með Sinfóníuhljómsveitinni ásamt þeim Kolbeini Ketilssyni, Wolfgang Schöne og Ruth Marie Nicolay sem hleypur í skarðið fyrir Petru Lang sem forfallaðist. Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki syngja á tónleikunum en kórstjóri er Árni Harðarson. Hljómsveitarstjóri er Johannes Fritzsch. Parsifal er bæði óvenjuleg og einstaklega áhrifamikil ópera. Í henni blandast kristin trú og goðsagnir við upphafna tónlist sem oft er varla af þessum heimi. Parsifal er ung og saklaus hetja, sá eini sem getur læknað sár Amfortasar, sem gætir kaleiksins sem Kristur drakk af við síðustu kvöldmáltíðina. Með því að afneita sjálfum sér tekst Parsifal að frelsa Amfortas og menn hans undan áhrifum Klingsors hins illa. Tónleikar hefjast klukkan 19:30, í Háskólabíói, fimmtudaginn 23. nóvember Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritzsch Einsöngvarar: Wolfgang Schöne, Ruth Marie Nicolay, Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn J. Ketilsson Kór: Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki Kórstjóri: Árni Harðarson Richard Wagner: Tristan & Isolde, Prelude & Lieberstod Richard Wagner: Parsifal 3. þáttur EFNISSKRÁ: http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=7169 Æfingar verða í Háskólabíói sem hér segir Þriðjudagur, kl. 9.30 - 12.45 Miðvikudagur, 9.30 - 12.45 Fimmtudagur, 9.30 - 12.45 Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Háskólabíói fimmtudaginn 23. nóvember óperutónlist eftir Richard Wagner ásamt fjórum einsöngvurum og kór. Á efnisskránni eru forleikurinnn að Tristan og Isolde og 3. þáttur óperunnar Parsifal, hins margslungna verks sem var aldarfjórðung í smíðum hjá höfundi. Það er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska óperuunnendur að lokaþáttur þessarar mögnuðu óperu skuli nú heyrast á íslensku tónleikasviði í fyrsta sinn. Ekki síður er það það fagnaðarefni að fá Kristinn Sigmundsson á svið með Sinfóníuhljómsveitinni ásamt þeim Kolbeini Ketilssyni, Wolfgang Schöne og Ruth Marie Nicolay sem hleypur í skarðið fyrir Petru Lang sem forfallaðist. Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki syngja á tónleikunum en kórstjóri er Árni Harðarson. Hljómsveitarstjóri er Johannes Fritzsch. Parsifal er bæði óvenjuleg og einstaklega áhrifamikil ópera. Í henni blandast kristin trú og goðsagnir við upphafna tónlist sem oft er varla af þessum heimi. Parsifal er ung og saklaus hetja, sá eini sem getur læknað sár Amfortasar, sem gætir kaleiksins sem Kristur drakk af við síðustu kvöldmáltíðina. Með því að afneita sjálfum sér tekst Parsifal að frelsa Amfortas og menn hans undan áhrifum Klingsors hins illa. Tónleikar hefjast klukkan 19:30, í Háskólabíói, fimmtudaginn 23. nóvember Hljómsveitarstjóri: Johannes Fritzsch Einsöngvarar: Wolfgang Schöne, Ruth Marie Nicolay, Kristinn Sigmundsson, Kolbeinn J. Ketilsson Kór: Karlakórinn Fóstbræður og kvenraddir úr Hljómeyki Kórstjóri: Árni Harðarson Richard Wagner: Tristan & Isolde, Prelude & Lieberstod Richard Wagner: Parsifal 3. þáttur EFNISSKRÁ: http://www.sinfonia.is/default.asp?page_id=7169 Æfingar verða í Háskólabíói sem hér segir Þriðjudagur, kl. 9.30 - 12.45 Miðvikudagur, 9.30 - 12.45 Fimmtudagur, 9.30 - 12.45
Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira