Körfubolti

Koba Bryant skoraði 40 stig gegn Clippers

Kobe Bryant skoraði 40 stig gegn Clippers í nótt, þar af 15 á vítalínunni
Kobe Bryant skoraði 40 stig gegn Clippers í nótt, þar af 15 á vítalínunni NordicPhotos/GettyImages

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers í NBA deildinni, er nú óðum að finna fyrra form eftir hnéuppskurð í sumar. Hann skoraði 40 stig í 105-101 sigri Lakers á grönnum sínum í LA Clippers í nótt. Elton Brand skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst fyrir Clippers og Corey Magette skoraði einnig 20 stig. Lakers hefur unnið 8 leiki og tapað aðeins 3.

Cleveland lagði Memphis 97-94 þar sem Drew Gooden skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst fyrir Cleveland en Chucky Atkins skoraði 17 stig fyrir Memphis.

Indiana lagði Milwaukee á heimavelli 93-88. Jermaine O´Neal skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana, en Mo Williams var með 22 stig og 9 stoðsendingar fyrir Milwaukee sem hefur verldið miklum vonbrigðum í upphafi leiktíðar með aðeins 3 sigurleiki í 11 viðureignum.

Detroit nýtti sér fjarveru þeirra Allen Iverson og Chris Webber hjá Philadelphia með átakalitlum 97-87 sigri á útivelli. Tayshaun Prince skoraði 25 stig fyrir Detroit en Willie Greedn skoraði 24 stig fyrir Philadelphia.

New Orleans vann auðveldan sigur á vængbrotnu liði meistara Miami á heimavelli 101-86. Peja Stojakovic skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Dwyane Wade var með 29 stig fyrir MIami. Marc Jackson og Alonzo Mourning var vikið af velli undir lokin fyrir létt átök.

Dallas vann sjöunda leikinn í röð þegar liðið burstaði Washington á heimavelli 107-80. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og hirti 14 fráköst fyrir Dallas en Gilbert Arenas skoraði 26 stig fyrir Washington.

Denver lagði Chicago 113-109 á heimavelli þar sem JR Smith skoraði 36 stig fyrir Denver en Kirk Hinrich skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago sem hefur unnið 3 af 11 fyrstu leikjum sínum og tapar hverjum leiknum á fætur öðrum á erfiðu útileikjaferðalagi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×