Erlent

Rúanda hótar stjórnmálaslitum við Frakkland

Talið er að um 800 þúsund manns hafi verið myrtir í Rúanda
Talið er að um 800 þúsund manns hafi verið myrtir í Rúanda MYND/AP

Rúanda hefur kvatt sendiherra sinn í Frakklandi heim, og hótar að slíta stjórnmálasamband við landið, eftir að franskur dómari gaf út handtökuskipun á hendur níu háttsettum embættismönnum í Rúanda.

Þeir eru sakaðir um að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða forseta landsins árið 1994, en það var upphafið á þjóðarmorðinu þar í landi.

Embættismennirnir eru nánir samstarfsmenn Pauls Kagames, núverandi forseta Rúanda. Franski dómarinn sakar hann um að bera endanlega ábyrgð á morðinu, en samkvæmt frönskum lögum er ekki hægt að gefa út handtökuskipun á hendur þjóðhöfðingja.

Dómarinn leggur til að Kagame verði dreginn fyrir dómstól Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×