Enski boltinn

Hunt óskar eftir fundi með Petr Cech

Petr Cech meiddist alvarlega eftir samstuð við Hunt í síðasta mánuði
Petr Cech meiddist alvarlega eftir samstuð við Hunt í síðasta mánuði NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Stephen Hunt hjá Reading segist ætla að fara þess á leit við Petr Cech, markvörð Chelsea, að hann hitti sig að máli maður á mann þegar liðin eigast við að nýju í kring um jólin. Cech hefur ekki spilað með Chelsea síðan hann höfuðkúpubrotnaði í viðskiptum sínum við Hunt í deildarleik í síðasta mánuði.

Hunt skrifaði markverðinum bréf strax eftir atburðinn og bað hann afsökunar á óhappi þessu, sem Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea vildi meina að hafi verið viljaverk. Hunt hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu í málinu og óskar þess að hitta Cech fljótlega.

"Það var aldrei meiningin hjá mér að slasa hann og mig langar að hitta hann um jólin og nota þá tækifærið til að biðja hann formlega afsökunar. Þar verð ég líka að segja honum ástæðuna fyrir því að ég kom fór ekki til hans á sjúkrahúsið á sínum tíma. Það var einfaldlega vegna þess að ég vildi ekki koma aðstandendum hans í uppnám með því að birtast þar. Ég veit að ég hefði sannarlega lamið hvern þann sem hefði slasað bróður minn svona og þetta leit alls ekki vel út," sagði Hunt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×