Almennt hlutafjárútboð í Icelandair Group Holding hf. hefst í dag. Í boði til almennings eru hlutabréf í félaginu fyrir einn milljarð króna að markaðsvirði á genginu 27 krónur á hlut.
Í tilkynningu segir að Kauphöllin veki athygli á því að almennt útboð verðbréfa útgefanda beinist eingöngu til þeirra einstaklinga og/eða lögaðila sem hafa fasta búsetu í þeim aðildarríkum eða þriðjulöndum sem fram koma í lýsingu útgefanda og útboðið beinist að.