Sport

Dagskrá Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum

Nú liggur fyrir endanlega dagskrá Meistaradeildar VÍS 2007. Þátttakendur verða alls 24, úrtaka fyrir laus sæti í Meistaradeildinni verður haldin laugardaginn 20.janúar og hefst hún klukkan 13.00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi. Úrtakan er öllum opin. Þeir knapar sem unnið hafa sér þátttökurétt eru eftirtaldir.

Atli Guðmundsson

Sigurður Sigurðarson

Þorvaldur Árni Þorvaldsson

Sigurbjörn Bárðarson

Ísleifur Jónasson

Viðar Ingólfsson

Jóhann G. Jóhannesson

Hinrik Bragason

Hulda Gústafsdóttir

Sigurður V. Matthíasson

Sigríður Pjetursdóttir

Páll Bragi Hólmarsson

Sævar Örn Sigurvinsson

Valdimar Bergstað

 

Dagskrá Meistaradeildar VÍS 2007:

1. febrúar kl. 19.30 Fjórgangur

15. febrúar kl. 19.30 Tölt

1. mars kl. 19.30 Hraðafimi ásamt stóðhestasýningu

15. mars kl. 19.30 Gæðingafimi

29. mars kl. 19.30 Fimmgangur

9. apríl kl. 14.00 (Annar í páskum) 150 m. skeið og Gæðingaskeið

21. apríl kl. 17.00 Slaktaumatölt (T.2) og Flugskeið

Að loknu Flugskeiði verður haldin verðlaunaafhending, lokahóf og ball í Ölfushöll

Kynning á Meistaradeild VÍS verður á Skeifnadegi á Ingólfshvoli næstkomandi helgi 2. - 3. desember. Þar verður hægt að kaupa árskort á öll mót Meistaradeildarinnar í vetur.

Inngangseyrir á staðnum verður 1.000 kr. en árskort kostar einungis 4.000 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×