Menning

Íslendingahátíð í London

Íslendingafélagid í London heldur fullveldisdaginn hátíðlegan með samkomu í Sendirádi Íslands, laugardaginn 2. desember. Dagskrá hefst klukkan 16:00 með ávarpi, Sverris Hauks Gunnlaugssonar, Sendiherra Íslands á Bretlandseyjum.

Í kjölfar kynningar og opnun nýrrar heimasíðu Íslendingafelgsings, www.ifelag.co.uk, hefst dagskrá sem samanstendur

af flutningi verka leikskálds, kvikmyndagerðarfólks og söngvara.

Dagskrá:

• Vala Þórsdóttir leikskáld les upp úr leikgerð sinni Eldhús eftir máli - venjulegar hryllingssögur, unnin upp úr smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur.

• Íslenski kórinn í London flytur tónlist undir stjórn Gísla Magnasonar.

• Sýnd verður stuttmyndin Slap eftir leikstjóra- og leikkonuteymið Uriel Emil og Ragnheiði Guðmundsdóttur.

• Sýnd verður stuttmyndin Töframaðurinn eftir Veru Júlíusdóttur kvikmyndagerðarkonu, verk byggt á smásögu eftir Jón Atla Jónasson.

• Sólveig Simha flytur lagið Epitonic eftir Audible við myndsetningarverkið Thule eftir Stefan Asonovic.

Í lok dagskrár bjóða Sendiráðið og Íslendingafélagið upp á léttar veitingar. Tekið skal fram að dagskráin fer fram á ensku og íslensku. Allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×