Viðskipti innlent

Sensex í nýjum methæðum

Úr kauphöllinni á Indlandi.
Úr kauphöllinni á Indlandi. Mynd/AFP
Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn.

Hlutabréfavísitalan hefur aukist langt umfram hagvöxt sem jókst um 9,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins.

Þetta er jafnframt talsverður viðsnúningur á gengi hlutabréfavísitölunnar sem tók snarpa dýfu um mitt ár og fór niður fyrir 9.000 stiga markið. Hún hefur jafnað sig jafnt og þétt, rauf 12.000 stiga múrinn við lok september. Virðist fátt benda til að hún ætli að endurtaka leikinn.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir indverskum greiningaraðilum að helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar séu auknar fjárfestingar erlendra fjárfesta í landinu á haustdögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×