Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese.
Clifford, sem er 59 ára, hefur setið á forstjórastóli síðastliðin sex ár en mun láta af starfi sínu á árlegum hluthafafundi félagsins í apríl næstkomandi. Hann mun hins vegar gegna starfi ráðgjafa hjá Rio Tinto fram í september á næsta ári.