Innlent

Vitnaleiðslur geti tekið hátt í mánuð í Baugsmáli

MYND/GVA

Búast má við að vitnaleiðslur í tenglsum við þá 18 ákæruliði Baugsmálsins sem eftir eru fyrir héraðsdómi taki á bilinu 20-24 daga en þær hefjast 12. febrúar. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag.

Hátt í 100 nöfn eru á vitnalista vegna málsins en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, og Jón Gerald Sullenberger eru ákærðir í málinu. Meðal þeirra sem verjendur í Baugsmálinu vilja kalla fyrir dóminn eru Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, en samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið sagði frá í fyrra komu þeir að því þegar Jón Gerald Sullenberger kom Baugsmálinu af stað. Fram kom við fyrirtökuna í dag að Jón Finnbjörnsson og Garðar Valdimarsson verð meðdómendur Arngríms Ísbergs í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×