Viðskipti innlent

Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði.

Í bráðabirgðaspá greiningardeildarinnar í Vegvísi bankans í dag er gert ráð fyrir minni hækkun en fyrri spá hljóðaði upp á, meðal annars vegna meiri

lækkunar bensínverðs en gert hafði verið ráð fyrir.

Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs 12. desember næstkomandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×